Sólstöðuganga í Stapavík 21. júní

Árlega sólstöðuganga ferðafélagsins er alltaf vinsæl, sérstaklega þegar vel viðrar og var engin breyting þar á síðasta föstudag. Yfir 60 manns mættu í gönguna og þó skýin væru aðeins að þvælast fyrir, var fólk ánægt með útivistina og félagsskapinn. Fljótsdalshérað fékk styrk á síðasta ári til að bæta gönguleiðina í Stapavík. Stígurinn var lagfærður, lagðar brýr yfir læki, skilti sett upp og útsýnispallur byggður við gömlu hafnarmannvirkin í Stapavík. Virkilega vel heppnaðar framkvæmdir á þessum vinsæla ferðamannastað ☀️

 

Við erum á Facebook