Heiðarbýlin í nærmynd

Kvikmyndin Heiðarbýlin í nærmynd verður sýnd á N4 sunnudaginn 25.ágúst kl 21.

Um er að ræða kynningarmynd um Heiðarbýlin á Jökuldals og Vopnafjarðarheiðum, einstök byggðasaga um fólk sem í leit að sjálfstæði byggði nýbýli á heiðum uppi á nítjándu öldinni. Myndin er um 70 mínútur og er höfundur hennar Hjördís Hilmarsdóttir. Gerð myndarinnar er styrkt af Uppbyggingasjóði Austurlands. 

 

Sólstöðuganga í Stapavík 21. júní

Árlega sólstöðuganga ferðafélagsins er alltaf vinsæl, sérstaklega þegar vel viðrar og var engin breyting þar á síðasta föstudag. Yfir 60 manns mættu í gönguna og þó skýin væru aðeins að þvælast fyrir, var fólk ánægt með útivistina og félagsskapinn. Fljótsdalshérað fékk styrk á síðasta ári til að bæta gönguleiðina í Stapavík. Stígurinn var lagfærður, lagðar brýr yfir læki, skilti sett upp og útsýnispallur byggður við gömlu hafnarmannvirkin í Stapavík. Virkilega vel heppnaðar framkvæmdir á þessum vinsæla ferðamannastað ☀️

 

Alltaf fjör í júní

Það er óhætt að segja að júní sé líflegur mánuður hjá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs.

Um leið og hamarshöggin sem dunið hafa á verkstæði ferðafélagsins síðustu mánuði minnka í júní, taka önnur verkefni við. Skálar á Víknaslóðum voru standsettir um síðustu helgi og þessa helgina mæta sjálfboðaliðar og standsetja Sigurðarskála í Kverkfjöllum. Í júní koma líka skálaverðir til sinna starfa. í Kverkfjöllum vinna 2-3 skálaverðir í sumar og á Víknaslóðum skipta 36 sjálfboðaliðar með sér vikunum fram í september í Breiðuvík, Húsavík og Loðmundarfirði. Fljótlega upp úr miðjum mánuði fer svo allt að fyllast af gestum með öllu því fjöri sem því fylgir. Ferðir félagsins eru á sínum stað en 28 ferðir eru skipulagðar frá byrjun maí og út september. Flestar ferðanna eru dagsferðir eða styttri ferðir en við erum með tvær lengri ferðir í ár. Þær ferðir eru báðar á Víknaslóðir og er önnur skipulögð sem krakkaferð. Uppselt er í þær ferðir en við erum að skrá á biðlista. Ferðir framundan í júní eru gönguferð í Landsenda, sólstöðuganga í Stapavík, ferð í Treglugil á Jökuldal og ganga upp á Svartfell á Borgarfirði eystri.

Hlökkum til að taka á móti ykkur í sumar!

...

Mynd: Hefðbundið skálabras sjálfboðaliða.

 

 

Skrifstofan er lokuð í dag

Skrifstofa ferðafélagsins er lokuð í dag vegna veikinda. Fylgst verður með tölvupósti, netfangið okkar er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Our office is closed today, we will keep an eye on our email. 

 

Við erum á Facebook