Gengið frá skilti á bílastæði rétt fyrir ofan heimkeyrsluna að Unaósi, út með Selfljóti. Leiðin er stikuð. Gengið fram hjá Eiðaveri, en þaðan lét Margrét ríka á Eiðum róa til fiskjar um miðja 15.öld. Þar eru líka fornar beitarhúsatættur. Upplagt að koma við á Krosshöfða þar sem var löggilt verslunarhöfn frá 1902.
Hólkurinn með gestabók og stimpli er við gamla spilið í Stapavík.
Í víkinni var vörum skipað upp fram á fjórða áratug síðustu aldar. Gömul þjóðleið er frá Krosshöfða yfir Gönguskarð til Njarðvíkur.
Vegalengd: 10 km.
GPS hnit: (N65°36.17-W13°57.97)