Dagsferðir

Dagsetning Lagt af stað Lýsing ferðar
Laugardagur, 24. Ágúst 2019 09:00

Dagsferð á Heiðarbýlin – Útheiðin - Vopnafjarðarheiði 2 skór

24. ágúst, kl. 9. Fararstjóri: Þorvaldur P. Hjarðar.
Hægt að bóka hér: https://ferdaf.is/index.php/is/ferdhir/boka-ferdh

Gengið á tíu Heiðarbýli. Farið verður á bílum á milli og gengið að hverju býli. Gangan í hvert skipti er ekki löng og því er þetta tilvalið fyrir alla fjölskylduna. Gott tækifæri til að fylla stimpilkort og taka þátt í skemmtilegum gönguleik ferðafélagsins. Hjá hverju býli er hólkur sem inniheldur upplýsingar um býlið, ábúendur og sögur tengdar því ásamt gestabók og stimpli fyrir stimpilkortin.

Býlin sem verða heimsótt í þessari ferð eru: Arnarvatn, Desjamýri, Kálffell, Brunahvammur, Foss, Lindarsel, Háreksstaðir, Melur, Ármótasel og Gestreiðarstaðir. Brottför kl. 9 frá Tjarnarási 8 á einkabílum. Verð 8.000/7.000.

Hafa þarf með sér vaðskó, það þarf að vaða í Geistraðarstaði, Desjamýri og Mel. Hafa með sér nesti fyrir daginn. Kvöldverður að lokinni göngu að Burstarfelli (hjáleigu). Innifalið í verði er leiðsögn, stimpilkort og kvöldverður.

Við erum á Facebook

Bókunar- og greiðsluskilmálar Ferðafélags Fljótsdalshéraðs vegna ferða FFF

Dagsferðir:  Staðfestingargjald er 20% af verði ferðar og greiðist við pöntun. Staðfestingargjaldið er aldrei endurgreitt nema ferð verði felld niður. Eftirstöðvar þarf að greiða að fullu a.m.k. 4 dögum fyrir brottför. Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum. 

Lengri ferðir: Staðfestingargjald er 20% af verði ferðar og greiðist við pöntun. Staðfestingargjaldið er aldrei endurgreitt nema ferð verði felld niður. Eftirstöðvar þarf að greiða að fullu a.m.k. 30 dögum fyrir brottför. Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum.

Afbókanir:

Afbókun 14 dögum eða lengur fyrir brottför.  - Ferð endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu. 

Afbókun 13-8 dögum fyrir brottför -  50% af verði ferðar endurgreitt 

Afbókun 7-4 dögum fyrir brottför - 25% af verði ferðar endurgreitt

Afbókun 3-0 dögum fyrir brottför - engin endurgreiðsla