Treglugil á Jökuldal 1 skór

Treglugil á Jökuldal 1 skór

23 júní, kl. 10. Tregagil (Treglugil) á Jökuldal, er um 1,5 km innan við bæinn Merki á Jökuldal. Það er hrikalegasta þverárgil á Jökuldal, allt að 100 m djúpt og álíka breitt ofantil. Um gilið fellur Tregagilsá, vanalega kölluð Tregla, og myndar um 30-40 m háan, en dálítið flúðkenndan foss í heiðarbrún, er sést lítið tilsýndar, vegna þess hve gilið er krókótt og þröngt. Ekið að Merki í Jökuldal, þaðan er gengið í Treglugil. Fararstjóri: Lilja Óladóttir.

Við erum á Facebook