Hjálpleysa – Valtýshellir (Perla)

Hjálpleysa – Valtýshellir (Perla) 2 skór

Valtýshellir er lítill skúti innan við urðarrana skammt inn af Hjálpleysuvatni. Gengið er frá þjóðvegi 95, austan (utan) við Gilsá, framhjá rústum Hátúna, en það var myndarbýli í árdaga.  Þaðan er gengið í Hjálpleysu, sem er þröngur dalur á milli Sandfells og Hattar. 

Brottför kl 10:00 frá húsi ferðafélagsins, Tjarnarási 8, Egilsstöðum þar sem er sameinast í bíla. Verð er 500 krónur sem greiðist til umsjónarmanns ferðar á staðnum, auk þátttöku í bensínkostnaði ef það á við.  

Umsjón: Jón Steinar Benjamínsson.

 

Við erum á Facebook