Lengri ferðir

Dags. Tími Lýsing ferðar
Fimmtudagur, 16. Júlí 2020 10:00

Víknaslóðir frá Seyðisfirði 3 skór. 

Tvö laus pláss!

16.-19. júlí. 4 dagar. Fararstjórn: Þórdís Kristvinsdóttir. Lágmark: 10 manns og hámark 20 manns.

1.d. Lagt af stað frá Seyðisfirði og gengið yfir Hjálmárdalsheiði yfir í Loðmundarfjörð. Gist eina nótt í skála.

2.d. Gengið frá Loðmundarfirði yfir Nesháls og til Húsavíkur. Gist eina nótt í skála.

3.d. Frá Húsavík er gengið yfir til Breiðuvíkur. Það fer eftir skyggni og veðri hvaða leið verður gengin. Gist eina nótt í skála.

4.d. Gengið er frá Breiðuvík til Borgarfjarðar eystri

Verð: 49.000/45.500. Innifalið: Skálagisting, trúss og fararstjórn. Tekið er á móti skráningum til 25. júní.

Skrá mig í ferð hér.

Miðvikudagur, 22. Júlí 2020 09:00

Víknaslóðir - hringleið frá Borgarfirði eystri 3 skór.

Uppselt í ferð en skráð á biðlista.

22.-25. júlí. 4 dagar. Fararstjórn: Þórdís Kristvinsdóttir. Lágmark: 10 manns.

1.d. Ekið kl. 9 frá Fjarðarborg. Borgarfjörður – Brúnavík – Breiðavík. 

2.d. Breiðavík – Húsavík.

3.d. Húsavík – Klyppstaður.

4.d. Klyppstaður um Kækjuskörð til Borgarfjarðar. 

Verð: 49.000/45.500. Innifalið: Skálagisting, trúss og fararstjórn. Tekið er á móti skráningum til 10. júlí.

Skrá mig á biðlista hér.

Laugardagur, 1. Ágúst 2020 08:00

Lónsöræfi  3 skór.

Uppselt í ferð en skráð á biðlista.

1.-3. ágúst. 3 dagar. Fararstjórn: Þórdís Kristvinsdóttir. Lágmark: 10 manns

Ganga í stórkostlegu umhverfi um ein afskekktustu öræfi landsins. Litríkar og fjölbreyttar jarðmyndanir setja svip sinn á svæðið sem lætur engan ósnortinn.

1.d. Ekið kl. 8 með rútu frá Tjarnarási 8, Egilsstöðum að Eyjabökkum. Þaðan er gengið í Geldingafell.

2.d. Gengið er frá Geldingafelli um Vesturdal að Kollumúlavatni og gist í Egilsseli.

3.d. Frá Egilsseli er gengið um vörðuðu leiðina að Sauðárvatni þar sem rúta bíður hópsins og flytur til Egilsstaða.

Verð: 52.500/49.000. Innifalið: Skálagisting, akstur og fararstjórn. Tekið er á móti skráningum til 15. júlí.

Skrá mig á biðlista hér.

Við erum á Facebook

Bókunar- og greiðsluskilmálar Ferðafélags Fljótsdalshéraðs vegna ferða FFF

Dagsferðir:  Staðfestingargjald er 20% af verði ferðar og greiðist við pöntun. Staðfestingargjaldið er aldrei endurgreitt nema ferð verði felld niður. Eftirstöðvar þarf að greiða að fullu a.m.k. 4 dögum fyrir brottför. Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum. 

Lengri ferðir: Staðfestingargjald er 20% af verði ferðar og greiðist við pöntun. Staðfestingargjaldið er aldrei endurgreitt nema ferð verði felld niður. Eftirstöðvar þarf að greiða að fullu a.m.k. 30 dögum fyrir brottför. Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum.

Afbókanir:

Afbókun 14 dögum eða lengur fyrir brottför.  - Ferð endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu. 

Afbókun 13-8 dögum fyrir brottför -  50% af verði ferðar endurgreitt 

Afbókun 7-4 dögum fyrir brottför - 25% af verði ferðar endurgreitt

Afbókun 3-0 dögum fyrir brottför - engin endurgreiðsla