Lengri ferðir

Dags. Tími Lýsing ferðar
Fimmtudagur, 29. Júlí 2021 09:00

Víknaslóðir – Um eyðivíkur, firði og fjallaskörð. 3 skór

Fararstjórn: Þórdís Kristvinsdóttir. Lágmark 10 manns.

Víknaslóðir er göngusvæði sem engan svíkur. Þar blandast saman fallegir firðir, víkur og stórfengleg fjallasýn hvert sem litið er. Í þessari ferð má segja að göngufólk tipli yfir það helsta sem svæðið hefur upp á að bjóða en mælt er þó með því að koma aftur og skoða ýmsa ómissandi „útúrdúra“ sem verða óhjákvæmilega eftir.

1.d. Ekið kl. 10:00 frá félagsheimilinu Fjarðarborg að upphafsstað göngu. Gengið frá Borgarfirði til Breiðuvíkur í gegnum Brúnavík. Gist ein nótt í skála ferðafélagsins í Breiðuvík.

2.d. Gengið frá Breiðuvík í Húsavík. Hér er ýmist farið um Víknaheiði til Húsavíkur en ef vel viðrar er farið inn Litluvíkurdal, gengið í rótum Leirfjalls og þaðan yfir Herjólfsvíkurvarp til Húsavíkur. Gist eina nótt í skála ferðafélagsins í Húsavík.

3.d. Gengið frá Húsavík, upp Neshálsinn og þaðan niður í Loðmundarfjörð. Ýmsar leiðir í boði, val fararstjóra fer eftir veðri og skyggni. Gist ein nótt í skála ferðafélagsins að Klyppstað.

4.d. Gengið frá Loðmundarfirði og uppá Fitjar. Þaðan er farið um Kækjuskörð og Kækjudal til Borgarfjarðar.

Verð: 59.500/56.500.

Innifalið: Skálagisting, trúss og fararstjórn.

 

 

Laugardagur, 14. Ágúst 2021 10:00

Víknaslóðir: Breiðuvíkurhringurinn. 2 skór.

Fararstjórn: Þórdís Kristvinsdóttir, fjallaleiðsögumaður. Lágmark 10 manns.

Í sumar er boðið upp á skemmtilega hringferð á Víknaslóðum þar sem gist verður ein nótt í skála ferðafélagsins í Breiðuvík. Gengið verður yfir skörð og ofan í eyðivíkur og einkennist gönguleiðin af litadýrð líparítfjallanna sem eru allt í kring. Í Breiðuvík er stór og mikil sandfjara sem allir verða að heimsækja. 

1.d. Ekið á einkabílum kl. 10:00 frá Fjarðarborg að Afrétt. Þaðan er gengið um Urðarhóla fram hjá Urðarhólavatni og Gæsavötnum og svo niður í Breiðuvík með stoppum á fallegum stöðum.

2.d. Gengið frá Breiðuvík í Borgarfjörð gegnum Brúnavík, einstaklega falleg leið um fjöll og fjörur.

Verð: 30.500/28.000.

Innifalið: Skálagisting, trúss, fararstjórn og kvöldverður.

 

 

Við erum á Facebook

Bókunar- og greiðsluskilmálar Ferðafélags Fljótsdalshéraðs vegna ferða FFF

Dagsferðir:  Staðfestingargjald er 20% af verði ferðar og greiðist við pöntun. Staðfestingargjaldið er aldrei endurgreitt nema ferð verði felld niður. Eftirstöðvar þarf að greiða að fullu a.m.k. 4 dögum fyrir brottför. Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum. 

Lengri ferðir: Staðfestingargjald er 20% af verði ferðar og greiðist við pöntun. Staðfestingargjaldið er aldrei endurgreitt nema ferð verði felld niður. Eftirstöðvar þarf að greiða að fullu a.m.k. 30 dögum fyrir brottför. Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum.

Afbókanir:

Afbókun 14 dögum eða lengur fyrir brottför.  - Ferð endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu. 

Afbókun 13-8 dögum fyrir brottför -  50% af verði ferðar endurgreitt 

Afbókun 7-4 dögum fyrir brottför - 25% af verði ferðar endurgreitt

Afbókun 3-0 dögum fyrir brottför - engin endurgreiðsla