Sunnudagsgöngur

Dagsetning Lagt af stað Lýsing ferðar
Sunnudagur, 5. Apríl 2020 10:00

Sunnudagsganga Ferðafélags Fljótsdalshéraðs 1 skór

Sunnudagsgöngur ferðafélagsins eru fyrsta og þriðja sunnudag í hverjum mánuði - allt árið um kring. Mæting er við hús ferðafélagsins að Tjarnarási 8 og er áfangastaður valinn á staðnum en hann fer eftir veðri og vindum. Verð er 500 krónur og er það greitt á staðnum til umsjónarmanna ferðar. Við hvetjum alla til að taka þátt í Perlugönguleiknum og fylla inn í stimpilkortin. 

Allir velkomnir!

Sunnudagur, 19. Apríl 2020 10:00

Sunnudagsganga Ferðafélags Fljótsdalshéraðs 1 skór

Sunnudagsgöngur ferðafélagsins eru fyrsta og þriðja sunnudag í hverjum mánuði - allt árið um kring. Mæting er við hús ferðafélagsins að Tjarnarási 8 og er áfangastaður valinn á staðnum en hann fer eftir veðri og vindum. Verð er 500 krónur og er það greitt á staðnum til umsjónarmanna ferðar. Við hvetjum alla til að taka þátt í Perlugönguleiknum og fylla inn í stimpilkortin. 

Allir velkomnir!

Sunnudagur, 3. Maí 2020 10:00

Hjálpleysa – Valtýshellir (Perla) 2 skór

Valtýshellir er lítill skúti innan við urðarrana skammt inn af Hjálpleysuvatni. Gengið er frá þjóðvegi 95, austan (utan) við Gilsá, framhjá rústum Hátúna, en það var myndarbýli í árdaga.  Þaðan er gengið í Hjálpleysu, sem er þröngur dalur á milli Sandfells og Hattar. 

Brottför kl 10:00 frá húsi ferðafélagsins, Tjarnarási 8, Egilsstöðum þar sem er sameinast í bíla. Verð er 500 krónur sem greiðist til umsjónarmanns ferðar á staðnum, auk þátttöku í bensínkostnaði ef það á við.  

Umsjón: Jón Steinar Benjamínsson.

 

Sunnudagur, 17. Maí 2020 10:00

Landsendi (Perla) 2 skór

Gengið frá þjóðvegi (áður en haldið er upp á Hellisheiði) við Biskupshól út að Keri, sem er forn verstöð og þaðan út á Landsendahorn. Þaðan er afar fallegt útsýni yfir Móvíkur, tvær víkur, sem eru næst fyrir utan Landsenda og mynda stórar geilar inn í strandfjöllin. 

Brottför kl 10:00 frá húsi ferðafélagsins, Tjarnarási 8 á Egilsstöðum þar sem er sameinast í bíla. Verð er 500 krónur og greiðist til umsjónarmanns ferðar á staðnum, auk þátttöku í bensínkostnaði ef það á við.

Umsjón Stefán Kristmannsson

 

Sunnudagur, 7. Júní 2020 10:00

Fjölskylduferð í Húsey (Perla) 1 skór

Ekið í Húsey og gengið um sléttuna utan við Húseyjarbæina. Frítt fyrir 14 ára og yngri.

Brottför kl 10:00 frá húsi ferðafélagsins við Tjarnarás 8 á Egilsstöðum þar sem er sameinast í bíla. Verð er 500 krónur sem greiðist til umsjónarmanns ferðar á staðnum auk þátttöku í bensínkostnaði ef það á við. 

Umsjón: Jón Steinar Benjamínsson.

Sunnudagur, 21. Júní 2020 10:00

Stuðlagil 1 skór

Stuðlagil er í árfarvegi Jökulsár í Dal og eitt af stærri stuðlabergssvæðum landsins. Ekið er að bílastæði hjá bænum Klausturseli, gengið austan ár, inn að Stuðlagili.

Brottför kl 10:00 frá húsi ferðafélagsins við Tjarnarás 8 á Egilsstöðum þar sem er sameinast í bíla. Verð er 500 krónur sem greiðist til umsjónarmanns ferðar á staðnum auk þátttöku í bensínkostnaði ef það á við

Umsjón: Jón Steinar Benjamínsson.

Sunnudagur, 5. Júlí 2020 10:00

Rangárhnjúkur (Perla) 2 skór

Gengið er frá skilti við hliðið að Fjallsseli og upp vegarslóða á Rangárhnjúk, 565 m.

Brottför kl 10:00 frá húsi ferðafélagsins við Tjarnarás 8 á Egilsstöðum þar sem er sameinast í bíla. Verð er 500 krónur sem greiðist til umsjónarmanns ferðar á staðnum auk þátttöku í bensínkostnaði ef það á við. 

Umsjón: Stefán Kristmannsson.

Sunnudagur, 19. Júlí 2020 09:00

Þerribjörg (Perla) 3 skór

Þerribjörg eru staðsett á Skaganum milli Vopnafjarðar og Héraðsflóa. Klettarnir eru einhverjir litríkustu sjávarklettar á Íslandi. Gulir, appelsínugulir og svartir, skríða þeir fram af heiðinni ofan í grænbláan sjóinn. Ekið út á Hellisheiði og um vegslóða að Kattárdal.

Brottför kl 9:00 frá húsi ferðafélagsins við Tjarnarás 8 á Egilsstöðum þar sem er sameinast í bíla. Verð er 500 krónur sem greiðist til umsjónarmanns ferðar á staðnum auk þátttöku í bensínkostnaði ef það á við. 

Umsjón: Stefán Kristmannsson.

Sunnudagur, 2. Ágúst 2020 09:00

Stórurð (Perla) 2 skór

Stórurð er eitt stórfenglegasta náttúrufyrirbrigði á Austurlandi og þó víðar væri leitað. Talið er að hinar stóru steinblokkir sem einkenna hana hafi fallið á ís og hann síðan flutt þær fram dalinn og mótað þannig þessa undraveröld, slétta grasbala og hyldjúpar tjarnir innan um stór björg á hæð við fjölbýlishús. Yfir öllu þessu gnæfa tignarleg Dyrfjöllin.

Brottför kl 9:00 frá húsi ferðafélagsins við Tjarnarás 8 á Egilsstöðum þar sem er sameinast í bíla. Verð er 500 krónur sem greiðist til umsjónarmanns ferðar á staðnum auk þátttöku í bensínkostnaði ef það á við.

Umsjón: Jón Steinar Benjamínsson.

Sunnudagur, 16. Ágúst 2020 08:00

Skúmhöttur (Perla) 3 skór

Ekið að Þórisá í Skriðdal. Skemmtileg fjallganga á næsthæsta fjallið í fjallgarðinum milli Reyðarfjarðar og Fljótsdalshéraðs, um 1229 m. hátt.

Brottför kl 8:00 frá húsi ferðafélagsins við Tjarnarás 8 á Egilsstöðum þar sem er sameinast í bíla. Verð er 500 krónur sem greiðist til umsjónarmanns ferðar á staðnum auk þátttöku í bensínkostnaði ef það á við. 

Umsjón: Jón Steinar Benjamínsson.

Við erum á Facebook