Sunnudagsgöngur

Dagsetning Lagt af stað Lýsing ferðar
Sunnudagur, 26. Maí 2019 10:00

Múlakollur (perla) 2 skór

26. mai, kl. 10. Ekið að Þingmúla í Skriðdal.  Múlakollur er fremsti hluti Þingmúla, sem skiptir Skiðdal í norðurdal og suðurdal.  Bærinn Þingmúli var helsti þingstaður Austfirðinga um nokkrar aldir og eru Múlasýslur nefndar eftir honum.

Sunnudagur, 2. Júní 2019 10:00

Hengifoss  (perla) 1 skór

2. júní, kl. 10. Þriðji hæsti foss landsins 128m hár í Hengifossá. Gengið frá bílastæði, hækkun um 300 metrar. Á leiðinni upp sést eitt hæsta stuðlaberg landsins við Litlanesfoss.

Sunnudagur, 9. Júní 2019 10:00

Fjölskylduferð í Húsey (perla) 1 skór

9. júní, kl. 10. Ekið á einkabílum frá Ferðafélagshúsinu Tjarnarási 8, Egilsstöðum, út í Húsey. Gengið er um sléttuna utan við Húseyjarbæina. Frítt fyrir 14 ára og yngri.

Sunnudagur, 16. Júní 2019 10:00

Landsendi  (perla) 1 skór

16 júní, kl. 10. Gengið frá þjóðvegi (áður en haldið er upp á Heillisheiði) við Biskupshól út að Keri, sem er forn verstöð og þaðan út á Landsendahorn.  Þaðan er afar fallegt útsýni yfir Móvíkur, tvær víkur, sem eru næst fyrir utan Landsenda og mynda stórar geilar inn í strandfjöllin. 

Sunnudagur, 23. Júní 2019 10:00

Treglugil á Jökuldal 1 skór

23 júní, kl. 10. Tregagil (Treglugil) á Jökuldal, er um 1,5 km innan við bæinn Merki á Jökuldal. Það er hrikalegasta þverárgil á Jökuldal, allt að 100 m djúpt og álíka breitt ofantil. Um gilið fellur Tregagilsá, vanalega kölluð Tregla, og myndar um 30-40 m háan, en dálítið flúðkenndan foss í heiðarbrún, er sést lítið tilsýndar, vegna þess hve gilið er krókótt og þröngt. Ekið að Merki í Jökuldal, þaðan er gengið í Treglugil. Fararstjóri: Lilja Óladóttir.

Sunnudagur, 30. Júní 2019 09:00

Svartfell, Borgarfirði Eystri 2 skór

30. júní, kl. 9. Gengið upp á tind Svartfells (510m) Brúnavíkurmegin. Fallegt útsýni er af toppnum yfir Borgarfjörð og Brúnavík. Á toppnum er að finna gestabók sem allir eiga að skrifa í. Farið er sömu leið niður af fjallinu. Svartfellshlíðarnar eru fallegt framhlaup sem hefur myndast einhvern tímann eftir síðastliðna ísöld. Þetta er leið 25 í ágætu göngukorti um Víknaslóðir. Fararstjóri: Sighvatur Sighvatz

Sunnudagur, 7. Júlí 2019 10:00

Stuðlagil 1 skór

7 júlí, kl. 10. Stuðlagil er eitt af stærri stuðlabergssvæðum landsins og er í árfarvegi Jökulsár í Dal. Merktar gönguleiðir eru frá bænum Grund í Jökuldal, tvær gönguleiðir eru að gilinu sem liggja að mismunandi útsýnisstöðum.

Sunnudagur, 14. Júlí 2019 09:00

Krossanes úr Vöðlavík (perla) 1 skór

14. júlí, kl. 9. Ekið á einkabílum frá  Ferðafélagshúsinu Tjarnarási 8, Egilsstöðum. Ekið að Kirkjubóli í Vöðlavík og gengið þaðan að Krossanesi. Fararstjóri: Sigurjón Bjarnason.

Sunnudagur, 21. Júlí 2019 09:00

Skælingur 2 skór

21. júlí, kl. 9. Skælingur er kletta­fjall á milli Loðmundarfjarðar og Húsavíkur í Víkum. Fjallið er svip­mik­ið og sést langt af hafi. Það hefur stundum verið nefnt kínverska hofið þar sem klettaborgin efst minnir á steinrunnið kínverskt musteri. Ekið á Borgarfjörð, og þaðan á Nesháls á milli Húsavíkur og Loðmundarfjarðar. Þaðan er gengið á Skæling.  Fararstjóri: Stefán Kristmannsson.

Sunnudagur, 28. Júlí 2019 10:00

Búrfell 2 skór

28. júlí, kl. 10.  Búrfell (265 m hæð). Ekið að Fossvöllum við þjóðveg 917 (hlíðarvegur) , utan Brúarásskóla. Frá Fossvöllum er gengið upp með Laxá og síðan Hólmá sem rennur úr Búrfellsvatni. En Búrfellsvatn er ofan við Búrfellið. Fararstjóri: Jón Óli Benediktsson.

Við erum á Facebook