Stórurð (perla) 2 skór

Stórurð (perla) 2 skór

4. ágúst, kl. 9. Stórurð er án efa eitt stórfenglegasta náttúrufyrirbrigði á Austurlandi og þó víðar væri leitað en talið er að hinar stóru steinblokkir sem einkenna hana hafi fallið niður á ís og hann síðan flutt þær fram dalinn og mótað þannig þessa undraveröld. Hinu sérstæða landslagi Stórurðar er erfitt að lýsa með orðum, en það er vissulega stórbrotið, sléttir grasbalar og hyldjúpar tjarnir innan um stór björg á hæð við fjölbýlishús. Yfir öllu þessu gnæfa tignarleg Dyrfjöllin.   

Fararstjóri: Þorsteinn Bergsson.

Við erum á Facebook