Hvannárgil (perla) 2 skór

Hvannárgil (perla) 2 skór

11. ágúst, kl. 9. Hvannárgil er röð gila við Kverkfjallaveg. Afar falleg gil með fjölbreyttum klettamyndunum. Í mið gilinu er falleg hvelfing sem gaman er að skoða. Efsta gilið er mjög stórbrotið og endar í fallegum fossi. Ekin Kverkfjallaleið inn að Hvanná, gengið frá skilti við Kverkfjallaveg F905. Hringleið frá Kjólsstaðaskoru um Vatnsstæði, inn í Hvannárgil neðsta og gegnum þau öll til enda. Fararstjóri: Vernharður Vilhjálmsson.

Við erum á Facebook