Strútsfoss (perla) 1 skór

Strútsfoss (perla) 1 skór

1. september, kl. 10.
Strútsfoss í Strútsá steypist fram af brúnum Villingadals sem gengur inn af Suðurdal. Fossinn telst með þeim hærri á landinu en hann er tvískiptur. Neðri hluti hans er um 100 metra hár og sá efri um 20 metrar. Neðan fossins fellur áin í djúpu gili, Strútsgili, og sameinast Fellsá litlu neðar. Að öllum líkindum draga áin og fossinn nafn sitt af strýtulaga klettadrangi eða dröngum í gilinu. Strútsgil er afar litfagurt en í því skiptast á basalthraun og setlög sem eru tugir metra á þykkt. Mikið er um rauð og gulbrún millilög og líparít má sjá á einum stað. Innri-Þverá fellur ofan í gilið skammt frá Strútsfossi og myndar fallega fossaröð. Gönguleiðin að Strútsfossi liggur fá Sturluflöt, innsta bæ í Suðurdal, austan Kelduár. Gengið er upp með Fellsá austanvert í Villingadal. Fossinn sést ekki fyrr en komið er býsna langt inn dalinn.

Við erum á Facebook