Um grjótgarðinn við Hjarðarhaga

Grjótgarðurinn í Hjarðarhaga
Grjótgarður er í Hjarðarhagaheiði, liggur frá efsta fossi í Sauðá (Urðarfossi) norðaustur heiðina í átt að Teigará, sem er um 3-4 km. Garðurinn er hruninn að mestu en þó vel greinilegur,einnig sjást hlutar garðsins við Teigará neðan vegar.
Gönguleiðin að Grjótgarðinum er frá vegamótum Hnefilsdalsvegar 924 innan Hjarðarhaga og er bílum lagt við vegamótin neðan vegar nr.1.. Farið er í gegnum hlið á girðingu ofan vegar og stefnt á neðsta foss í Sauðá, Sitjanda sem myndin er af, síðan upp með Sauðánni upp á dalbrún þar til komið er að Grjótgarðinum. Gengið er meðfram honum þar til staukur FFF með gestabókinni kemur í ljós, en grjótgarðurinn heldur áfram norðaustur heiðina. Frá stauknum er gönguleiðin eftir merktum reiðgötum niður Hestagilið, en þar upp voru reiðgötur til Vopnafjarðar, enda var það verslunarstaður Jökuldælinga fyrr á öldum. Reiðgötunar voru á vatnaskilum norður heiði, austan Sandfells og komu inn á þjóðleiðina sem er frá Fossvöllum.
Ekki er kunnugt um hver tilgangur var með hleðslu Grjótgarðsins, en sennilegt er að hann hafi verið aðhald fyrir sauðfé eða jafnvel svín.

Við erum á Facebook