Um Valtýshelli

Hjálpleysan er dalur, fyrrum fjallvegur á mörkum Valla og Skriðdals, milli Hattar og Sandfells.
Lítið vatn er í dalnum. Þar nálægt við hliðina á smá læk er lítill hellisskúti sem heitir Valtýshellir.

Þar á „Valtýr á grænni treyju“, sem myrti sendimann Péturs sýslumanns á Ketilsstöðum á fyrri hluta 18.aldar að hafa hafst við eftir verknaðinn.

Þjóðsagan segir: „Eftir að hann myrti mann þennan sagðist hann hafa lagst á fjallveg þann sem Hjálpleysa heitir, stolist þaðan á bæi að ná sér í mat þangað til hann hefði farið enga mannavegi heim til sín vestur í Barðastrandasýslu.

En hann vildi ráðleggja hverjum einum sem lífi vildi halda að fara ekki Hjálpleysu“. (Íslenskar þjóðsögur og ævintýri IV, safnað af Jóni Árnasyni, bls. 78-81)

Við erum á Facebook