Skip to main content

Fjölskylduferð.

FB IMG 1695128074634

Helgina 16 til 17 september var farið í fjölskyldugöngu frá Borgarfirði yfir í Loðmundarfjörð þar sem gengið var yfir Kækjuskörð 16,2 km. hækkun 786 metrar.
Svo á sunnudeginum var svo gengið yfir í Seyðisfjörð frá Loðmundarfirði 14, 2 km. hækkun 668 metrar.
Gangan gekk vel og var blíðskaparveður á gönguhópnum alla helgina, þarna voru miklir göngugarpar á ferð, þau yngstu sem eru á áttundar ári voru ekki að gefa þeim elstu neitt eftir í þeim efnum.
Hópurinn naut þess að fara hægt yfir, fræðast um og dást að náttúrunni, hlusta á álfasögur og kíkt í messukaffi við Kirkjustein en þar höfðu álfarnir skilið eftir góðgæti handa hópnum.
Þegar komið var í skálann í Loðmundarfirði tók á móti okkur kjötsúpuilmur mikill og var súpunni gerð góð skil um kvöldið.
það er hefði í þessum ferðum að hann Þórhallur Þorsteinsson framkvæmdarstjóri Ferðafélags Fljótsdalshéraðs eldi kjötsúpu fyrir gönguhópinn einnig trússar hann fyrir hópinn og færum við honum miklar þakkir fyrir það.
Um kvöldið var spilað og spjallað, gengið var til svefns frekar snemma þar sem það þurfti auðvitað að vakna snemma og klára seinni daginn.
Ævintýraferðir fjölskyldunar er verkefni sem byrjaði 2019 og er ætlað að styrkja og hvetja fjölskyldur til að stunda útivist og göngur saman.
Þetta verkefni er styrkt af Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs, Lýðheilsusjóði, Múlaþingi og Lífheim.
Það er okkar einlæga ósk að verkefnið muni blómstra og dafna í framtíðinni.
Undiritaðar eru umsjónarmenn og leiðsögumenn með verkefninu.
Þórdís og Hildur
  • Created on .

Skrifstofan opin milli 9:00 til 14:30

Skrifstofa Ferðafélagsins er opin
Frá 9:00 til 14:30

  • Created on .