Skip to main content

Pakkað fyrir bakpokaferð.

Hér fyrir neðan er listi sem hafa má til viðmiðunar þegar pakkað er fyrir bakpokaferð þar sem sofið er í tjaldi. Í bakpokaferðum er grundvallarregla að vera með svo léttar byrðar sem mögulegt er, án þess þó að skilja neitt eftir sem nauðsynlegt er að hafa.

Búnaður

  • Bakpoki 65-75 lítra
  • Tjald
  • Dýna
  • Svefnpoki (ef til vill einnig lakpoki)
  • Prímus og pottur (eða jetboil)
  • Hitabrúsi u.þ.b. 1/2 lítra
  • Vatnsbrúsi/vatnspoki
  • Skyndihjálparbúnaður s.s. plástur á hælsæri (second skin), teygjubindi og verkjalyf
  • Hreinlætisvörur, s.s. tannbursti, sápa, salernispappír
  • Eldfæri (meðal annars til að brenna notaðan salernispappír)
  • Höfuðljós
  • Handklæði, annaðhvort dry fit handklæði eða taubleyja
  • Sólarvörn og varasalvi
  • Sólgleraugu
  • Flugnanet
  • Drykkjarílát, diskur, hnífapör (allt úr plasti eða öðru léttu efni)
  • Litlir plastpokar fyrir rusl
  • Göngustafir, ef vill
  • Mjúkir/hálfstífir gönguskór, vatnsheldir og styðja vel við öklann
  • Auka skóreimar
  • Legghlífar, ef búast má við bleytu eða göngu í snjó
  •  Klæðnaður
  • Göngubuxur úr gerviefnum
  • Ullarnærföt; langermabolur og síðar buxur
  • Nærföt, ekki bómull
  • Bolur, flíspeysa
  • Göngusokkar – gott er að vera í þunnum (liner) undir þykkum sokkum
  • Aukasokkar
  • Dún- eða primaluft-úlpa
  • Regnjakki og –buxur
  • Húfa og vettlingar
  • Vaðskór eru nauðsynlegir ef vaða þarf ár (strigaskór/sandalar/neoprene-skór, skórnir verða að vera vel fastir á fætinum)
  • Hversu mikið er haft með af aukafatnaði fer eftir lengd ferðar. Ekki gera ráð fyrir að skipta um föt daglega, þá verða byrðarnar of þungar.
  • Gallabuxur og annar bómullarfatnaður er bannaður á fjöllum. Ef slíkur fatnaður blotnar er hann lengi blautur og verður mjög kaldur.
  • Húfa og vettlingar

 

  • Last updated on .
  • Hits: 389